Um okkur

56041ebc26c57 Ferðaþjónustan Hjalla ehf er rekin á lögbýlinu Hjalla í Kjósarhrepp. Býlið Hjalli er nýbýli út úr jörðinni Eyjum I síðan árið 1952.

Hefðbundinn búskapur var stundaður á jörðinni þ.e.a.s. mjólkurframleiðsla og sauðfjárrækt. Árið 1980 keyptu núverandi ábúendur jörðina ,Hermann og Birna, og bjuggu þar fyrstu árin með kýr og kindur.

Sauðfjárbúskapur var stundaður á jörðinni allt til ársins 2017 ásamt ferðaþjónustu.

Hjalli er 50 km frá Reykjavík, við veg nr. 461, 5 km frá Hvalfjarðarvegi nr. 47.

Árið 1998 stofnar Ferðaþjónustan Hjalla ehf , Kaffi Kjós þjónustumiðstöð sem er staðsett í suðurhlíð Meðalfells. Nú er Kaffi Kjós komið í leigu, og er til sölu.

Við tökum á móti hópum t.d. í kaffihlaðborð í Hlöðunni að Hjalla.

Stundum höldum við tónleika , bingó, sviðaveislu og fleira.

Fyrirtækið býður einnig upp á tjaldsvæði að Hjalla og salarleigu.

sími/tel: 855 2219

The parking lot will be open for campers. The grass areas are to wett, after all this rain. No electricity available. The indoor facilities will be open, kitchen, wc, showers, lounge. price kr. 2800 per person.

. Tjaldsvæðið er opið. en aðeins bílastæðið fyrir ferðabíla , þar sem grassvæðið er of brautt eftir allar þessa rigningu. Inniaðstaðan er opin , eldhús, wc, sturta, setustofa. verð kr. 2800 á mann.

Fylgdu okkur á Facebook